Stöðvun hvalveiða einungis forsmekkurinn á þeim veiðum sem til stendur að banna

Stöðvun hvalveiða er aðeins byrjunin. Þegar það fordæmi er komið stendur til að stöðva allar veiðar á villtum dýrum sem og fiski. Þetta sé samkvæmt stefnu sem kemur erlendis frá. Þetta var meðal þess sem fram kom í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur en gestur hennar var Kristinn Sigurjónsson rafmagns og efnaverkfræðingur.

Fram kom í þættinum að næsta sem bannað verði séu hreindýraveiðar, laxveiðar og ýmsar aðrar veiðar sem hér hafi verið stundaðar öldum saman. Nú sé til að mynda verið að setja af stað verkefnið Bio Project – Verndun hafsins og í því felist meðal annars að skera niður fiskveiðar niður um 30% og þar af leiðandi að gera út af við þá veiðiþjóð sem Íslendingar hafi hingað til verið.

Hjarðhegðun hér á Íslandi

Kristinn bendir á að samhliða þessu sé rekinn ákveðinn áróður grænkera sem telja sig vera svo mikla dýravini þar sem þeir borði einvörðungu grænmetisfæði. Hér á landi viðgangist síðan mikil hjarðhegðun sem gerir það að verkum að fleiri ákveða að feta þessa slóð. Það sé hins vegar mikill misskilningur hjá þessum grænkerum að náttúrulegur dauði dýra úti í náttúrunni sé fallegur eða mannúðlegur.

Háhyrningar éta hvali

Nefnir Kristinn sem dæmi að hvalir sem ekki séu veiddir séu oftar en ekki drepnir af háhyrningum. Þá séu refir í náttúrunni sem veiði önnur dýr sér til matar og það sé einfaldlega gangur náttúrunnar. Hjarðhegðun fólks í að gerast grænkerar í stórum stíl beri fyrst og fremst vitni um að fólk kynni sér ekki málin til hlítar.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun um málið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila