Stórhríð og snjóflóðahætta á Vestfjörðum

Skollinn er á stórhríð og snjóflóðahætta á Vestfjörðum. Í nótt er gert ráð fyrir kólnandi veðri á svæðinu þegar vindur snýst til norðurs. Ekkert ferðaveður er á svæðinu á meðan óveðrið gengur yfir og ættifólk að halda sig heima við.

Gert er ráð fyrir að versta veðrið gangi niður með morgninum. Þá er einnig slæmt veður á norðanverðu Snæfellsnesi og einnig Ströndum og Norðurlandi vestra.

Veðurspá

Vestfirðir

20 mar. kl. 18:00 – 21 mar. kl. 06:00

Norðaustan 13-20 m/s og snjókoma og skafrenningur með slæmu skyggni. Versnandi færð og varasamt ferðaveður.

Strandir og Norðurland vestra

Norðaustan 15-23 m/s og snjókoma eða slydda, talsverð ofankoma á Ströndum. Búast má við slæmu skyggi og versnandi færð.

Veðurspá fyrir landið allt

Suðaustan 10-18 m/s og rigning eða slydda sunnantil, en hægari vindur suðvestanlands. Norðaustan 13-18 og snjókomu með köflum um landið norðanvestanvert og hægari og úrkomuminna norðaustanlands. Hiti 3 til 8 stig en nálægt frostmarki norðanlands. Hvessir norðvestantil seint í nótt.

Norðaustan 18-25 m/s á norðvestanverðu landinu fyrir hádegi, annars mun hægari vindur. Snjókoma eða slydda norðantil, sums staðar talsverð ofankoma, en rigning eða slydda með köflum sunnan- og austanlands. Hiti 0 til 6 stig. Snýst í norðan og norðvestan 15-23 í kvöld og kólnar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila