Stóru orkufyrirtækin í Evrópu myndu fara fram á að Landsvirkjun yrði seld einkaaðilum vegna samkeppnissjónarmiða

Fari svo að Ísland hleypi hér stórum Evrópskum orkufyrirtækjum að til þess að reisa vindmyllur til þess að framleiða rafmagn fyrir Evrópumarkað myndi koma að þeim tímapunkti að stórfyrirtækin myndu fara fram á að ríkið seldi Landsvirkjun. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Haraldar Ólafssonar prófessors í veðurfræði við Háskóla Íslands og formanns Heimssýnar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Ástæðan fyrir því að þessi krafa yrði gerð er vegna samkeppnissjónarmiða EES samningsins. Haraldur segir að menn verði að hafa í huga að orkustefna Evrópusambandsins geri ráð fyrir því að orkuframleiðsla sé í höndum einkaaðila og menn sjái fyrir sér að sérhvert fljót verði meira eða minna í eigu eins fyrirtækis og þá kunni menn að spyrja á móti hvort það sé ekki óþarfi að selja Landsvikjun.

Það sé hins vegar svo að fyrr eða síðar munu koma upp þær aðstæður að menn telji það skynsamlegt en þá verði það ekkert aftur tekið.

„það kemur einhver aðili hér og bendir á að hér sé ríkisrekið orkufyrirtæki sem gangi ekki upp því það sé ríkisstyrkt og fái hagstæð lán af því þetta sé ríkisfyrirtæki og á endanum verður niðurstaðan sú að það sé engin leið að tryggja frjálsa og eðlilega samkeppni öðruvísi en að ríkið losi sig algjörlega út úr þeim rekstri, sem þýðir að það þurfi að selja orkufyrirtækin“

Arnþrúður tekur undir með Haraldi og segir að á endanum yrði ríkið skyldað til þess að selja landsvirkjun því annars yrði hætta á samingsbrotamáli gegn Íslandi.

„þar af leiðandi er líka verið að taka inn vindmylluhlutann sem þriðju stoðina, þ,e vegna samkeppnissjónarmiða EES“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila