Sumir erlendir leigubílstjórar svindla á ferðamönnum og kalla gagnrýnendur rasista

Eftir að lögum um leigubílaakstur var breytt og hann í raun gefinn frjáls hefur ríkt mikil vargöld á leigubílamarkaðnum og hefur ákveðinn hópur erlendra leigubílstjóra sem ekki vinna á leigubílastöðvum margoft verið staðnir að því að okra á farþegum sínum. Þetta segir William Svavar Thorarensen sem starfar sem leigubílstjóri hjá Hreyfli og hefur gert undanfarin ár.

William segir að dæmi séu meðal annars um að slíkur leigubílstjóri hafi látið erlendan ferðamann greiða heilar 200.000 krónur fyrir ferð frá flugstöðinni í Keflavík til Reykjavíkur. Hann segir Íslendinga vera vel meðvitaða um það svindl sem sé að eiga sér stað og taki sér því ekki far með leigubílum sem ekki starfa á leigubílastöð en grunlausir túristar láti hins vegar blekkjast alltof oft.

Ferð frá Keflavík til Reykjavíkur kr. 200.000-

Íslenskum leigubílstjórum þykir ástandið að vonum hryllilegt og þetta komi óorði á stétt leigubílstjóra og ekki bæti úr skák að hér hafi komið upp fjöldi mála þar sem óvandaðir aðilar innan þessa hóps leigubílstjóra hafi nauðgað konum sem hafi verið farþegar hjá þeim.

Svindlararnir kalla fólk rasista

William bendir á að þegar heiðarlegir leigubílstjórar gefi sig á tal við svindlarana og geri athugasemdir við háttarlag þeirra taki svindlararnir upp símana sína og taki myndbönd af þeim sem geri athugasemdir og kalli þá rasista.

Svindla á ökuprófum

Þá segir William þekkt að þessir menn svindli einnig á þeim prófum sem þarf til þess að verða leigubílstjórar og það geri þeir með því að taka myndir af prófunum og samræma sig svo um svörin við prófunum.

Eldri lög margfalt betri og öruggari

Hann segir að ef lögin væru enn eins og þau voru áður þá væri ástandið allt annað því þá þyrftu menn að tilheyra leigubílastöð og þeir skráðir og vel væri fylgst með starfsemi þeirra. Auk þess sem þeir fengju ekki réttindi nema þeir hefðu ekið fyrir aðra bílstjóra í tiltekinn tíma áður en þeir fá réttindi.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila