Svæði rýmd á Seyðisfirði og Neskaupstað

Frá Seyðisfirði

Lögreglan á Austurlandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem tilkynnt er um að ákveðið hefur verið í samvinnu við Veðurstofu vegna slæmrar veðurspár og snjóflóðahættu að rýma ákveðin svæði á Seyðisfirði sem og í Neskaupstað.

Rýmingar á verða því á svæði 17 og 18 á Seyðisfirði frá klukkan 22:00 í kvöld. Íbúar þriggja húsa sem eru á því svæði hafa þegar verið upplýstir, búsettir á Ránargötu 8, 9 og 11.

Þá hefur Veðurstofa ákveðið rýmingar frá klukkan 22:00 á svæði 4 í Neskaupstað auk Þrastarlundar. Þar er um iðnaðarsvæði að ræða fyrst og fremst sem og hesthús, innan við bæinn. Unnið er að því að koma skilaboðum til rekstraraðila og eigendur þessara húsa.

Veðurspá fyrir Austfirði

Norðan og norðaustan 13-20 m/s og skafrenningur eða él, sem fer yfir í samfellda snjókoma í nótt. Hvassast á Suðurfjörðunum þar sem reikna má með vindhviðum að 35 m/s. Samgöngutruflanir líklegar.

Veðurhorfur landið allt

Norðaustan 15-25 m/s, hvassast suðaustantil. Snjókoma og hríða á norðan- og austanverðu landinu, en annars yfirleitt bjart með köflum.
Norðaustan 10-18 annað kvöld.
Frost 0 til 6 stig, en frostlaust sums staðar á láglendi á morgun.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila