Svandís braut stjórnarskrána með hvalveiðibanni og á að víkja

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi Hæstaréttardómari segir Svandísi Svavarsdóttur hafa brotið gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar með því að setja skyndilegt bann við hvalveiðum. Ráðherra sem fer ekki að lögum á að víkja úr embætti. Þetta kom fram í máli Jóns Steinars í viðtali við Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra í dag.

Jón segir bannið glórulausa athöfn gegn Hval hf sem hafi fengið leyfi til hvalveiða og ráðherrann hafi enga heimild til þess að gera slíkt.
„það er að vísu heimilt að grípa inn í atvinnurekstur ef að stofni af einhverri tegund stafi af veiðunum en í þessu tilviki er ekki um slíkt að ræða. þetta eru bara ólög og það er ástæða til þess að hvetja þá sem eiga þarna hagsmuna að gæta að fara í mál út af þessu og krefjast bóta
„segir Jón Steinar.

Jón Steinar segir að á Íslandi komist fólk í ráðherrastóla sem segjast vera náttúruverndarsinnar sem fari svo bara sínu fram.

„og það sem verra er að samstarfsflokkar þessa ráðherra gera ekkert í málinu. Þeir láta ráðherrann bara komast upp með svona gjörninga sem eru algerlega ólöglegir og brot á stjórnarskránni og ég veit ekki nema þeir klappi í lokuðum bakherbergjum fyrir þessu, þetta er algjörlega fráleitt“ segir Jón Steinar.

Ráðherra sem ekki fer að lögum á að víkja

Hann segir að þær skýringar Svandísar um ákvörðun hennar á hvalveiðibanninu að hún sé bara í pólitík, sýni að þá sé hún ekki að styðjast við lög eins og hún eigi að gera.

„ef hún svarar þannig, þá er hún að segja að hún sé ekki að styðjast við lög heldur bara einhver pólitísk viðhorf og hún hefur enga heimild samkvæmt íslenskri stjórnskipan til þess að gera það. Hún á að styðjast við sett lög í öllu sem hún gerir og ráðherrar sem fara ekki að lögum eiga að fara frá“ segir Jón Steinar.

Hlusta má á viðtalið við Jón Steinar í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila