Svandís Svavarsdóttir braut alvarlega af sér – Brotið gegn stjórnarskrárvörðum mannréttindum

Lögbrot Svandísar Svavarsdóttir matvælaráðherra vegna hvalveiðibannsins eru mjög alvarleg og ná meðal annars að stjórnarskrárvörðum mannréttindum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hildar Sverrisdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur í umræðunni um álit umboðsmanns Alþingis.

Hildur segir að í fyrsta lagi hafi bannið ekki verið í samræmi við lög auk þess að brotið hafi verið gegn meðalhófsreglu sem séu alvarleg brot því þar sé brotið á rétti borgarana og meðalhófsreglan sé sett til þess að yfirvöld hvers tíma geti ekki gengið freklega gegn réttindum borgarana. Þá sé þarna ekki síst brotið gagnvart stjórnarskrárvörðum mannréttindum eins og atvinnufrelsi manna sem séu grundvöllur stjórnskipunarréttarins og ekki megi taka á slíkum brotum af léttúð.

Hún segir að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins líti svo á að það sé Vinstri grænna að ákveða hvernig þau vilji taka á málinu sem sé alvarlegt eins og þau hafi sjálfir sagt.

MAST sagði að með hvalveiðum væri ekki verið að stunda dýraníð

Aðspurð um viðbrögð Svandísar við áliti Umboðsmanns og þau ummæli hennar um að lögin um hvalveiðar séu orðin gömul og málið snúist bara um pólitík. Hildur segir að hún sé ekki sammála um að hægt sé að afgreiða málið á þann hátt að vísa til dýravelferðar og skáka í því skjólinu. Staðreyndin sé að ekki sé verið að brjóta gagnvart dýravelferð með hvalveiðunum og álit fagráðs um velferð dýra hafi ekki þá stöðu í regluverkinu að það sé hægt að banna hvalveiðar vegna álitsins en það sé margt sem hægt sé að styðjast við sem tekur á dýravelferðinni. MAST hafði meðal annars sagt að með hvalveiðum væri ekki verið að stunda dýraníð.

Svandís var hvött til að veita andmælarétt

Hún segir burtséð frá efnisatriðum málsins sé ljóst að Svandís hafi gengið mjög freklega fram í sinni ákvörðunartöku og henni mátti vera ljóst að þetta stæðist ekki lög og hún hafi meðal annars fengið aðvaranir um það. Svandís hafi meðal annars verið hvött af sínu ráðuneyti til þess að veita hagsmunaaðilum andmælarétt en virt það að vettugi.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

1-Hluti

2-Hluti

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila