Svikahrappar herja á Íslenska HM áhorfendur

Svo virðist sem svikahrappar nýti sér HM í Rússlandi með því að setja upp falskar hótel auglýsingar á bókunarvefinn booking.com. Vitað er um íslendinga sem lent hafa í svindlinu sem felst í því að svikahrapparnir setja upp falskar auglýsingar með myndum af hótelum, og herbergjum sem sögð eru tilheyra þeim. Haukur Hauksson fréttamaður í Moskvu sem er að hlustendum Útvarps Sögu að góðu kunnur segist segist þekkja til manns sem hafði greitt fyrir slíkt hótelherbergi, en síðan hafi manninn grunað að ekki væri allt með felldu. Þegar maðurinn kannaði málið nánar reyndist hótelið sem hann hafði pantað gistingu á ekki vera til. Ekki er vitað hversu umfangsmikið svindlið er, en hætt er við að að um skipulagt svindl geti verið að ræða.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila