Tæplega hálfum milljarði úthlutað úr fiskeldissjóði

Stjórn fiskeldisjóðs hefur úthlutað 437,2 milljónum króna til sextán verkefna í sjö sveitarfélögum.

Alls bárust 29 umsóknir frá átta sveitarfélögum, samtals að fjárhæð rúmlega 1,5 milljarður króna, sem er meira en þrefalt hærri fjárhæð en var til úthlutunar.

Umsóknarfrestur var til 6. mars og lauk úthlutun 8. apríl. Eftirtalin sextán verkefni hlutu styrk að þessu sinni:

Bolungarvík34.469.000
Aðkoma, aðstaða og aðgengi að hafnarsvæði15.447.000
Neysluvatnsholur í Bolungarvík19.022.000
 Fjarðabyggð 151.840.000
Fráveita á Breiðdalsvík, seinni hluti, hreinsivirki26.494.000
Kaup á slökkvibifreið, Fjarðabyggð44.452.000
Leikskólinn Dalborg, Eskifirði, innanhúsfrágangur40.447.000
Lenging Strandabryggju, Fáskrúðsfirði40.447.000
 Ísafjarðarbær 79.407.000
Fráveita á Þingeyri, hreinsivirki51.660.000
Verknámshús við Menntaskólann á Ísafirði27.747.000
 Múlaþing 39.646.000
Þjónustumiðstöð, hafnarhús og slökkvistöð, Djúpavogi39.646.000
 Strandabyggð 25.384.000
Fráveita í Strandabyggð, uppbygging hreinsistöðva25.384.000
 Súðavíkurhreppur 17.307.000
Mengunarvarnabúnaður fyrir Súðavíkurhöfn1.457.000
Heitir pottar og aðstaða á Langeyri15.850.000
 Vesturbyggð 89.147.000
Nýbygging leik- og grunnskóla, Bíldudal46.454.000
Kaup og uppsetning varmadælu við sundlaugina, Patreksfirði13.000.000
Rannsóknarrými í Verbúðinni, Patreksfirði7.175.000
Endurnýjun skólalóðar Patreksskóla, Patreksfirði22.518.000
 Samtals kr.  437.200.000

Stjórnin metur það svo að verkefnin sem hljóta styrk að þessu sinni falli öll vel að áherslum sjóðsins og séu til þess fallin að styrkja innviði sveitarfélaga og atvinnulíf á þeim svæðum þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað. Til Vestfjarða runnu 56% styrkja í ár, en 44% til Austurlands.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila