Taka þarf tillit til eldgosa á Reykjanesi við þróun byggðar á svæðinu

Ari Trausti Guðmundsson þingmaður og jarðfræðingur

Það er nauðsynlegt að tekið sé tillit til þess að nýtt órátímabil gæti verið hafið á Reykjanesi þegar verið er að skipuleggja byggð á Reykjanesi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ara Trausta Guðmundssonar þingmanns og jarðfræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Magnúsar Þórs Hafsteinssonar.

Ari bendir á að óróatímabiln komi á þessu svæði á um 800 ára fresti en nú séu liðin 1200 ár síðan síðasta óróatímabil átti sér stað, allt þar til nú þegar tók að gjósa í Geldingadölum. Hann segir gosið geta bent til þess að nýtt óróatímabil fari nú í hönd og því rétt að gera ráð fyrir því við skipulag byggðar.

Þá segir Ari þann möguleika vera fyrir hendi að gosið á Reykjanesi gæti ýtt við öðrum eldstöðvakerfum og nefnir Ari að aðeins fyrir nokkrum dögum hafi komið fram aukin virkni undir Lambafelli á Hengilsvæðinu.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila