Tap lífeyrissjóðana mögulega 300 milljarðar vegna lækkunar á skuldabréfum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra hefur talsverðar áhyggjur af stöðu lífeyrissjóða hér á landi, einkum og sér í lagi vegna þess að þeir fjárfesta í ríkisskuldabréfum sem og öðrum skuldabréfum sem hafa farið lækkandi að undanförnu vegna vaxtahækkana. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigmundar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Sigmundur segir að hann hafi spurt forsætisráðherra um stöðuna á lífeyrissjóðum í gær en hafi ekki fengið nein svör. Hann segir ljóst að lífeyrissjóðirnir séu að tapa á skuldabréfaeign sinni, stóra spurningin sé sú hversu mikið tapið sé.

„þau falla í verði vegna þess að þau gáfu lága vexti sem menn töldu í lagi við þær aðstæður sem voru en nú þegar vextir hafa hækkað hratt og ríkið þarf að borga margfalt hærri vexti en áður að þá eru þessi bréf búin að falla mjög í verði og í ljósi þess hvað íslensku lífeyrissjóðirnir eiga mikið af slíkum bréfum þá veltir maður fyrir sér hversu mikið tapið geti verið“ segir Sigmundur.

Hann segir ljóst að ríkisstjórnin hafi ekki látið kanna hvert tapið sé og segist aðspurður um hvort hann hafi hugmynd um hvert tapið sé að það gæti verið að minnsta kosti um 300 milljarðar króna.

„lífeyrissjóðirnir hafa verið með um 3000 milljarða eða rétt undir því í skuldabréfum og hafi þessi skuldabréf að meðaltali fallið um tólf prósent eða segjum tíu til að einfalda það þá þýðir það að tapið er um 300 milljarðar króna af lífeyri landsmanna“segir Sigmundur.

Erfitt að sjá í hvað þessi gengdarlausa eyðsla er að fara

Hann bendir á að ríkisfjármálin skipti miklu máli og hafa þurfi í huga að þegar ríkið ákveður að eyða meiri peningum en nokkru sinni fyrr og sé rekið með gríðarlegum halla líkt og nú sé gert þá leiði það óhjákvæmlega til verðbólgu sem þýði einfaldlega það að verð á vörum og þjónustu hækkar, fyrirtæki lendi í erfiðleikum. Síðast en ekki síst þýði það einnig að Seðlabankinn hækki svo veti og þá aukist greiðslubyrðin af lánum en svo geti það líka þýtt að auki að lífeyrir landsmanna rýrni.

Það gerist með þeim hætti að með gengdarlausri eyðslu gerir ríkið ríkisskuldabréfin minna virði, þau eru orðin minna virði af því vextir hafa hækkað og að íslenska ríkið þykir ekki eins traustur lántaki og áður.

Þó ríkisins sé meiri eiga menn erfitt að sjá í hvað peningarnir fara

Sigmundur segir það einkennandi fyrir gengdarlausa eyðslu ríkisins að erfitt sé fyrir hinn almenna borgara sem og aðra að sjá í hvað allir þessir peningar fara, að minnsta kosti fari lítið fyrir þeim í grunnþjónustunni.

Ríkisstjórnin hefur aukið útgjöldin um þriðjung

Ríkisstjórnin hefur unnið það magnaða verk að takast að auka ríkisútgjöldin um þriðjung. Hann segir að fyrir þá upphæð hefði nánast verið hægt að umbylta samfélaginu en þessari ríkisstjórn hafi hins vegar tekist að eyða þessum fjármunum án þess að nokkur hafi orðið var við það. Það geri hún til dæmis með því að dæla í „græn“ verkefni til dæmis á sviði loftslagsmála án þess þó að hafa hugmynd um í hvað peningarnir fari í raun á því sviði. Sigmundur tekur nokkur dæmi:

„við sjáum hversu kærulaus þau geta verið þegar kemur að því að undirrita alls kyns hluti, svo er allt í einu tilkynnt um að 50 milljarðar eigi að setja í loftslagsmál án þess að það komi fram nánari skýring á því eða að þau viti í hvað peningarnir fara og svörin eru að peningarnir fari í loftlagsmál, svo er það borgarlínan og samgöngusáttmálin sem þau undirrita án þess að hafa hugmynd um hvað þetta kostar, ríkið bara borgar og svo sjáum við til hver sér um reksturinn“ segir Sigmundur.

Þetta segir Sigmundur að séu fyrst og fremast umbúðarstjórnmál sem snúist um umbúðir og yfirlýst markmið en ekki innihald og raunveruleg áhrif, það ríkir hér algert stjórnleysi.

Vindmyllurnar ekki grænar

Eitt af þeim málum sem gæti átt eftir að kosta þjóðina umtalsvert er vindmylluvæðingin sem núverandi ríkisstjórn virðist stefna að og hefur í hyggju að tengja við evrópskan markað. Ef af tengingunni við evrópskan markað verður verður þess ekki langt að bíða að raforkuverð hér á landi hækki upp úr öllu valdi og að samkeppnissjónarmiðum verði borið við.

Sigmundur segir að þó hagsmunaaðilar vilji stimpla vindmylluvæðinguna með grænum stimplum og útrýma hefðbundnum vatnsaflsvirkjunum hér á landi með því að flokka þær sem óvistvænar séu vindmyllur síður en svo grænar þegar betur sé að gáð. Hann bendir á að þegar slíkum grænum stimplum sé veifað hafi kerfið tilhneigingu til að fara allt inn í þá vegferð og því séu allar á að þar fljóti lífeyrissjóðirnir með.

„spurningin er hins vegar á hvaða forsendum þetta mun gerast, hvort þetta muni gerast á þeim forsendum að ríkið styrki uppsetningu á vindmyllum umfram aðra orkuframleiðslu því það höfum við séð gerast í öðrum löndum, þar sem stuðlað er að óhagkvæmri fjárfestingu til dæmis með því að framleiða orkuna með vindmyllum í stað hefðbundinna virkjanna hér, það er það sem ég óttast“segir Sigmundur.

Hann segir vindmyllur alls ekki grænar því þær séu gríðarstór mannvirki með spöðum sem ekki sé hægt að endurvinna. Þá séu vinmyllurnar úr stáli sem framleitt sé í kína og flutt með tilheyrandi kolefnisspori hingað til lands og að auki séu undirstöður slíkra mannvirkja stórir steinsteyptir pallar með járnabindingu sem í sé stál sem einnig sé flutt inn frá Kína.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila