Telja að kjósa þurfi á ný til vegna brota Reykavíkurborgar á persónuverndarlögum í síðustu kosningum

Marta Guðjónsdóttir og Baldur Borgþórsson.

Úrskurður Persónuverndar um að Reykjavíkuborg hafi brotið gegn persónuvernd rétt fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar er graf alvarlegt mál og vekur upp spurningar um hvort kjósa þurfi á ný í ljósi málavaxta. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Mörtu Guðjónsdóttur borgarfulltrúa og Baldurs Borgþórssonar borgarfulltrúa Miðflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en þau voru gestir Péturs Gunnlaugssonar. Eins og kunnugt er snýr málið að upplýsingasöfnun borgarinnar til þess að ná til kjósenda en bæði Baldur og Marta benda á að ítrekað fyrir kosningar hafi minnihlutinn leitað eftir því að málið yrði skoðað af persónuvernd en það hafi ekki mátt ræða ” það mátti ekki ræða þetta, það átti að þagga þetta mál niður, þarna var almenningur látinn borga fyrir kosningaáróður“. Í niðurstöðu persónuverndar segir meðal annars ” Bréfin voru með mismunandi hvatningarskilaboðum sem voru gildishlaðin og í einu tilviki röng og voru til þess fallin að hafa áhrif á hegðun þeirra í kosningunum. Helmingur ungra kjósenda fékk jafnframt smáskilaboð, m.a. með upplýsingum um kjörstaði. Var tilgangur þessarar vinnslu persónuupplýsinga að rannsaka áhrifamátt hinna ólíku bréfa og smáskilaboðanna á kjörsókn þessa hóps. Þá notaði Reykjavíkurborg framangreindar persónuupplýsingar frá Þjóðskrá einnig til að senda konum 80 ára og eldri og erlendum ríkisborgurum bréf með gildishlöðnum skilaboðum, sem voru til þess fallin að hafa áhrif á hegðun þeirra í kosningunum” Lesa má niðurstöðu persónuverndar í heild með því að smella hér. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila