Telur ríkissáttasemjara hafa fengið loforð Katrínar um stuðning við sig fyrirfram

Það lítur út fyrir að Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hafi fengið fyrirframgefið loforð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Guðmundar Inga Guðbrandssonar vinnumarkaðsráðherra um stuðning við sig og miðlunartillögunar hans í vinnudeilu Eflingar og SA. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gunnars Smára Egilssonar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Gunnar bendir á að fram hafi komið að ríkissáttasemjari hafi tilkynnt vinnumarkaðsráðherra um tillöguna kvöldið áður. Ljóst sé að sáttasemjari hafi upplifað sig hafa stuðning á bak við sig varðandi tillöguna.

„líklega hefur hann hringt í Katrínu líka því þegar hún er spurð þá lýsir hún yfir fullum stuðningi við ríkissáttasemjara“, segir Gunnar.

Gunnar segir það afar sérstakt að Katrín hafi lýst yfir svo afdráttarlausum stuðningi við sáttasemjara og það hljómi sem svo að hún hafi gefið fyrirframheit um að styðja hann. Gunnar bendir á einu sinni hafi VG verið sósíalískur flokkur sem eigi rætur að rekja í hugmyndastefnu flokksins sem tengist verkalýðsbaráttu síðustu aldar.

„það er mjög sérstakt af Katrínu formanni flokksins að koma fram gegn samanlagðri verkalýðshreyfingu launafólks í landi og segjast styðja ríkissáttasemjara þegar öll launahreyfingin lýsir yfir að taust gagnvart honum sé fallið, það sé efasemdir um að miðlunartillagan standist lög og að hún brjóti gegn öllum hefðum, auk þess sem hún brjóti blað í sögu friðar á vinnumarkaði“ segir Gunnar.

Arnþrúður benti á í þættinum að Aðalsteinn Leifsson hafi pólitískar tengingar við VG, meðal annars hafi hann starfað þétt við hlið Steingríms Joð Sigfússonar þáverandi fjármálaráðherra. Það velti upp spurningum um hvort ekki þurfi að kanna vel hvort menn séu pólitísk tengdir þegar þeir séu ráðnir í embætti. Gunnar Smári segir að þessu sé öruggt farið því pólitísk tengsl séu vel könnuð áður en þeir séu ráðnir til starfa og séu þeir rétt pólitískt tengdir að mati valdhafa séu þeir einmitt ráðnir út á þau tengsl.

„það er enginn Jón eða Gunna sem eru ráðin í svona störf og Aðalsteinn hafði á sínum tíma á vegum íslenskra stjórvalda til EFTA þannig hann er búinn að vera innsti koppur í búri hjá stjórnmálaelítunni í um 20 ár áður en hann fékk embætti ríkissáttasemjara“

Gunnar segir ótrúlegt að horfa upp á hvernig ríkissáttasemjari hafi tekið þann hóp sem vildi ganga skemmst í launahækkunum og ætli sér svo að troða þeim samningi ofan í kokið á þeim sem á eftir að semja við, hlutverk sáttasemjara sé að ná samningum við allan hópinn.

Hann segir pólitíkina í málinu vera þá að elítan vilji halda láglaunafólkinu niðri því og ef það breyttist fyndist ríkissáttasemjara það bara vera rask á jafnvægi í samfélaginu því jafnvægi í samfélaginu sé gott fyrir hann og aðra sem fjóta ofan á, stóra málið sé að elítan vilji ekki að róttæk verkalýðsbarátta fái vængi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila