Telur skolpmálið kalla á endurskoðun stjórnkerfis Reykjavíkurborgar

Dr. Ólafur Ísleifsson.

Skolpmengunarslysið við Faxaskjól kallar á endurskoðun stjórnkerfi borgarinnar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Dr. Ólafs Ísleifssonar í síðdegisútvarpinu í gær en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Þá segir Ólafur að stjórn Orkuveitunnar hljóti að íhuga stöðu sína í ljósi þess að mikið magn skolps rann óhreinsað út í sjó dögum saman án þess að nokkur viðvörun hafi verið gefin út “ síðan hlýtur auðvitað að þurfa að endurskoða þetta stjórnkerfi borgarinnar, við auðvitað þekkjum það að stjórnkerfi borgarinnar er fullt af einhverjum þarflausum nefndum, einhver stjórnkerfis og lýðræðisnefnd og svona má áfram telja, borgin þykist þurfa að standa hér fyrir einhverri mannréttindanefnd, ég geri ekki líkið úr mannréttindum en á það að vera málefni sveitarfélaga?, það er auðvitað landsmálefni og svo kemur það til kasta dómsvaldins og fleira, þetta er ein allsherjar hugsanavilla og bara vitleysa„,segir Ólafur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila