Telur yfirvöld þurfa að fara yfir viðbrögð við mögulegu peningaþvætti hryðjuverkaafla

Dr. Ólafur Ísleifsson.

Í ljósi þess að Benedikt Jóhannesson nefnir peningaþvætti hryðjuverkaafla í samhengi við breytingar á leyfilegri upphæð peningaseðla hlýtur það að koma til álita að fara yfir önnur viðbrögð við mögulegu peningaþvætti slíkra afla. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Dr. Ólafs Ísleifssonar í síðdegisútvarpinu í gær en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Ólafur segir að einnig þurfi að skoða fleiri þætti hvað slíka ógn varðar, ekki síst lagalega þætti „ hvort viðbúnaður í landinu sé nægilega tryggur, þar á meðal sú löggjöf sem á við í þessum efnum„,segir Ólafur.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila