„Það er verið framselja vald yfir helstu auðlind þjóðarinnar“

Haraldur Ólafsson formaður Heimssýnar.

Með því að framselja vald til Evrópusambandsins vegna orkupakka sambandsins er einfaldlega verið að framselja vald yfir einni helstu auðlind þjóðarinnar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Haraldar Ólafssonar formanns Heimssýnar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Haraldur gagnrýnir harðlega þau rök sem færð hafa verið fram vegna málsins “ menn eru að nota það sem einhver rök í málinu að íslendingar verði að samþykkja þetta, sem er furðulegt þar sem við höfum Alþingi sem er æðsta valdastofnun þjóðarinnar, en þarna eru allt í einu komnar einhverjar ósýnilegar hendur hér sem eru farnar að reyna að stjórna öllu, það er með ólíkindum að menn tali með þessum hætti„,segir Haraldur. Þá segir Haraldur að onnur rök hafi komið fram einkennist helst af undarlegum heimsendaspám “ því hefur verið fleygt að ef íslendingar samþykki ekki þá fari allt á hvolf í Noregi, en það er nú einu sinni þannig að Noregur gæti afsalað sér öllu valdi til ESB og eðli málsins samkvæmt þyrfti það ekki einu sinni að spyrja okkur„. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila