Það tekur tvo mánuði að byggja upp Ísland en þá þarf útrýma óheiðarleika

Það væri vel hægt að byggja upp Ísland en þá þyrftu landsmenn að taka allir höndum saman til að útrýma óheiðarleika. Þetta var meðal þess sem fram kom í þættinum Stjórnsýsla Íslands í mínum augum í dag en þar ræddi Kristján Örn Elíasson við þá Arngrím Pálmason og Halldór Sigurþórsson.

Arngrímur sem hefur tekið slaginn við kerfið, embættismenn og starfsmenn banka í áraraðir segir að hann hafi af eigin reynslu kynnst þeim óheiðarleika sem hér sé látinn viðgangast. Vel væri hægt að byggja upp gott Ísland á um tveimur mánuðum en til þess að af því geti orðið verði fólk að taka sig saman um það að útrýma óheiðarleikanum í samfélaginu.

„menn verða að hætta að stela hver af öðrum, lögfræðingar verða að hætta að nýta sér bágindi fólks og hafa af því tekjur eins og ég varð fyrir, hætta að vera fasteignasalar sem taka gjöld sem þeir hafa ekki samið um, hætta að leigja eitthvað og borga ekki leiguna, hætta að stela og hætta að vera óheiðarlegir, það er svo ósköp einfalt mál og svo eiga dómarar að skammast til að segja störfum sínum lausum svo við getum kosið dómara hér í alla stóla,“ segir Arngrímur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila