Segir framgöngu Guðmundar ráðuneytisstjóra bera merki um rökþrot

atligisladokkAtli Ingibjargar Gíslason fyrrverandi alþingismaður og hæstaréttarlögmaður segir framgöngu Guðmundar Árnasonar ráðuneytisstjóra bera merki hegðunar rökþrota manns. Atli sem var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í síðdegisútvarpinu í gær segir að af fenginni reynslu kannist hann við hegðun líkt og ráðuneytisstjórinn sýndi af sér með því að hringja í þingmenn og hóta þeim æru og eignamissi “ ég hef áratugareynslu af þessu allt frá því ég byrjaði í lögmennsku 1980 og síðan á þingi, að þegar menn eru rökþrota þá er þetta leiðin, ekki að svara efnislega heldur að fara í manninn, ég hef áratuga reynslu af því að þetta er leiðin og þetta er það sem er svo réttilega gagnrýnt í áttunda kafla Rannsóknarnefndar Alþingis og breyttist svo sem ekkert með nýrri ríkisstjórn að mínu mati„,segir Atli.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila