Þinglýstum leigusamningum fækkar um rúmlega fjórðung milli ára

Þinglýstum leigusamningum hefur fækkað um rúmlega fjórðung á milli ára. Þetta kemur fram í samantekt Húsnæðis og mannvirkjastofnunar þar sem upplýsingar um heildaryfirlit fjölda þinglýstra leigusamninga um íbúðarhúsnæði eftir landshlutum með útgáfudag í október 2022 er tekið saman.

Í samantektinni kemur fram að heildarfjöldi samninga á landinu hafi verið 564 í síðasta mánuði og fækkaði þeim um 17% frá því í september 2022 og fækkaði um 26% frá október 2021.

Þá kemur fram í samantektinni að heildarfjöldi samninga á höfuðborgarsvæðinu voru 375 og fækkaði þeim um 20% frá því í september 2022 og fækkaði um 29% frá október 2021.

Sjá má tölfræðina eftir landshlutum í tímaröð með því að smella hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila