Þöggun ríkir og fáir þora að tala um umdeild mál af ótta við afleiðingarnar

Það er afskaplega slæmt þegar þöggun tekur yfir í samfélaginu og fáir þora að gagnrýna umdeild mál af ótta við að það kunni að hafa afleiðingar fyrir viðkomandi. Þetta sjáist á umfjöllun fjölmargra mála og nú sé áberandi þöggun í kringum forsetaframbjóðendur sem eru jafnvel með óhreinar hendur og sannleikurinn falinn. Þetta kom fram í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur er hún ræddi við Kristinn Sigurjónsson rafmagns og efnaverkfræðing í dag.

Kristinn nefnir sem dæmi að Páll Vilhjálmsson hafi verið að skrifa um kynáttunarvanda og vísaði þar í grein sem birt hafi verið á Vísi. Í greininni kom fram að það sé ráðist mjög harkalega að þeim sem ekki séu sammála þeirri línu sem sett hefur verið upp um kynáttunarvanda og þeir sem gagnrýna það verði fyrir árásum. Það sé jafnvel hópur fólks sem sé að benda á að rétt væri að rýna í rannsóknir á þessum málum sem verði fyrir slíkum árásum fyrir það eitt að segja sannleikann.

Meðvirkni mjög áberandi

Kristinn segir að árásir sem þessar séu í raun ávöxtur þeirrar samfélagsmiðlavæðingu sem orðið hafi í heiminum. Hann segir að hluti af vandanum séu einnig fjölmiðlar sem kafi ekki ofan í þessi mál og setji ekki fram gagnrýnar spurningar. Það sem verra sé að þeir sem ætla mætti að myndi geta staðið í lappirnar, t,d stjórnendur sem hafi mannaforráð og svo framvegis myndu ekki hlaupa eftir þessu eins og heilögum sannleik en því miður sé reyndin allt önnur.

Ekki við fjölmiðla að sakast

Arnþrúður benti á að það væri kannski ekki við fjölmiðla að sakast í þessu efni því staða einkarekinna fjölmiðla væri erfið í því samkeppnisumhverfi sem þeir búi við, til dæmis væri verið að fara framhjá samkeppnislögum EES með því að hafa RÚV í forrséttindastöðu. RÚV væri í þjónustuhlutverki við ríkisvaldið og færi eftir þeirri stefnu og straumum sem það boði. Þeir fjölmiðlar sem eru ekki meðvirkir þessum áróðri fái gjarnan að finna fyrir því.

Lágmark að fjölmiðlar leiti eftir fleiri sjónarmiðum

Kristinn segist sammála þessu sjónarmiði að hluta og hann skilji að það sé erfitt fyrr einkarekna miðla að stunda rannsóknarblaðamennsku en að á móti kæmi að það væri nú lágmark að fjölmiðlar reyndu að leita fleiri sjónarmiða og koma þeim á framfæri.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun um málið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila