Þorsteinn Sæmundsson: Greinargerð í Lindarhvolsmáli til héraðssaksóknara

Sigurður Þórðarson fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi í Lindarhvolsmálinu hefur sent héraðssaksóknara greinargerð vegna sölunnar á Klakka. Í greinargerðinni færir Sigurður rök fyrir því að ríkið hafi tapað 1,7 milljörðum á sölunni á Klakka. Þetta segir Þorsteinn Sæmundsson fyrrverandi þingmaður Miðflokksins en hann var gestur í þætti Péturs Gunnlaugssonar.

Þorsteinn segir að hann telji og segist forherðast í þeirri skoðun sinni að mál Klakka sýni fram á að það verði að taka hverja einustu sölu í Lindarhvolsmálinu fram og rannsaka. Ríkisendurskoðandi sé búinn að dæma sig úr leik í málinu. Í fyrsta lagi hafi forveri hans lagt fram skýrslu í málinu árið 2020 sem hafi ekki verið pappírsins virði og þá hafi núverandi ríkisendurskoðandi farið mjög mikinn í þessu máli og hnýtt í Sigurð Þórðarson að ósekju.

Þetta sýni að ríkisendurskoðun sé ekki hæf til þess að taka málið upp aftur og í raun og veru þarf að setja sérstaka rannsóknarnefnd til þess að fara í málið og skoða það ofan í kjölinn.

Núna þurfi hins vegar að bíða og sjá hvað héraðssaksóknari ætli sér að gera í málinu. Hann segir fróðlegt verði að fylgast með hvort héraðssaksóknari taki málið til rannsóknar og hver þá niðurstaðan verði. Það verði sömuleiðis fróðlegt að sjá hver niðurstaða Landsréttar í Klakkamálinu verði í haust. Hann segir málið vera algert fíaskó og þar hafi að hans mati verið teknar fjölmargar rangar ákvarðanir og það veki athygli að allir þeir sem að því komu séu orðnir minnislausir.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila