Hagsmunaaðilar geta látið dæma sér leiðina að orkuauðlindunum og sæstrengum verði orkupakkinn samþykktur

Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur

Hagsmunaaðilar sem vilja til dæmis leggja hingað sæstreng geta einfaldlega látið dómstóla erlendis dæma sér leiðina að sæstrengum og þar með orkuauðlindum landsins verði orkupakkinn samþykktur. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Bjarna Jónssonar rafmagnsverkfræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Bjarni segir að með því að samþykkja orkupakkann séu Íslendingar að skrifa undir að þeir skuldbindi sig þar með að því sem orkupakkinn kveði á um og því hafi þeir sem vilja greiða leið að orkuauðlindunum

þá er hægt að kvarta við ESA og það fer síðan til EFTA dómstólsins og þannig verður hægt að dæma sér leið inn að orkuauðlindunum, það sem ríður baggamuninn í þessu er þetta fordæmi sem er að koma frá Belgíu núna, þar sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins var ósátt við að hlutverk landsreglarans var einungis leiðbeinandi þar í landi“ segir Bjarni.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila