Vindmyllum og nýjum virkjunum ekki ætlað að framleiða orku fyrir innanlandsmarkað

Ögmundur Jónasson fyrrverandi innanríkisráðherra

Mikill áhugi erlendra fjárfesta og annara erlendra aðila á að virkja hér bæði vind og vatnsorku er ekki til kominn vegna áhuga þessara aðila að framleiða orku fyrir innanlandsmarkað. Þetta kom fram í máli Ögmundar Jónassonar fyrrverandi innanríkisráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Ögmundur segir þennan áhuga til kominn vegna fyrirhugaðrar samþykktar þriðja orkupakkans og segir að það liggi í augum uppi hvað menn ætli sér með þessum framkvæmdum

þessar vindmyllur og virkjanir eru ekki að fara að framleiða fyrir innanlandsmarkað, það er alveg ljóst því við náum nú þegar að sinna þeirri orkuþörf sem er til staðar í landinu„,segir Ögmundur.

Þá bendir Ögmundur á að ef orkupakkinn verði samþykktur og hingað verði lagður sæstrengur séu komnir hvatar að því að virkja sem mest

og svo fylgja þessu auðvitað styrkir frá Evrópusambandinu sem virkar þá sem enn meiri hvati til þess að virkja, þetta hefur mjög slæm áhrif á náttúruna„,segir Ögmundur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila