Þurfa að færa fiskeldiskvíar vegna úrgangsmengunar

Fyrirtækinu Arnarlaxi hefur verið gert að færa fiskeldiskvíar sínar í innanverðum Patreksfirði vegna uppsöfnunar á úrgangi undir kvíunum. Við rannsókn sem Náttúrustofa Vestfjarða gerði á botndýralífi við kvíarnar kom í ljós að ástand botndýralífs í og við kvíarnar hafi verið afar slæmt en hafi verið betra þegar ástandið var kannað í um 50-60 metra fjarlægð frá kvíunum. Að sögn forsvarsmanna Arnarlax benda niðurstöður rannsókna Náttúrustofu Vestfjarða til þess að svæðið henti ekki undir laxeldi og því hafi fyrirtækið þegar gripið til ráðstafana, meðal annars með því að slátra þeim fiski sem í kvíunum var og er nú þegar vinna hafin sem miðar að því að færa kvíarnar á hentugra svæði.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila