Þurfum að taka þá umræðu hvar valdmörk stjórnvalda eiga að liggja þegar kemur að sóttvarnaaðgerðum

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðislokksins.

Það er nauðsynlegt að ræða það hvar valdmörk stjórnvalda liggja þegar kemur að sóttvarnaaðgerðum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Brynjars Níelssonar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Ernu Ýrar Öldudóttur.

Brynjar segir að velta þurfi því fyrir sér hvar mörkin eigi að liggja þegar kemur að íþyngjandi sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda. Sem dæmi nefnir Brynjar að huga þurfi að því hvort þær aðgerðir sem gripið sem gripið sé til hverju sinni samræmist aðstæðum á hverjum tímaog þá hversu lengi þær eigi þá að gilda. Hann segir jafnframt nauðsynlegt að gæta þess að þær aðgerðir sem gripið sé til valdi ekki meiri skaða en veiran sjálf

svo verða menn að gera það upp við sig hvort stjórnvöld ætli alltaf að grípa til almennra aðgerða þegar þær aðstæður skapast að einhver sé i lífshættu, þetta er nú það sem ég hef verið að skrifa um að undanförnu og ég er bara að biðja um að við fáum við þessu einföld svör

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila