Tillagan um hatursorðræðu er hættulegur óskapnaður

Þingsályktunartillaga Katrínar Jakobsdóttur gegn hatursorðræðu er hættulegur óskapnaður sem gæti orðið til þess að eðlileg gagnrýni á t,d verk eða stefnu stjórnvalda yrði talin hatursáróður. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur lagt slíka tillögu fram á Alþingi og er beðið eftir hún verði tekin fyrir á þingi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóns Steinars Gunnlaugssonar lögmanns og fyrrverandi Hæstaréttardómara í viðtali við Arnþrúði Karlsdóttur.

Jón bendir á, að nú séu þegar ákvæði í allmennum hegningarlögum sem verndi ýmsa minnihlutahópa gegn hatursáróðri. Þá séu einnig þegar í gildi lög sem taki meðal annars á því að setji menn fram skoðanir sem séu meiðandi í garð annara á þann hátt að slíkt sé ekki heimilt. Hann segir að það verði að hafa í huga að það sé grundvallarregla í íslensku samfélagi að hér sé skoðanafrelsi og hafi menn skoðanir sem einhver sé ekki sammála þá sé einfaldlega hægt að mótmæla þeim skoðunum. Þingsályktunartillagan virðist sett fram í einhverri undarlegri vegferð í því að fara að kenna fólki meðal annars opinberum starfsmönnum, þar með talið dómurum mannasiði.

Verið að þrengja að tjáningarfrelsinu

„ég held að það sé alveg upp úr öllu fari með þessari þingsályktunartillögu, ég held að það geti ekkert gengið jafnvel þó þetta séu ekki lög að vera með einhver tilmæli til einhverra manna, í þessum efnum. Þessi tillaga á að kveða á um það hvað sé heimilt og hvað ekki í þessari svokölluðu hatursorðræðu en við erum þegar með ákvæði í hegningarlögum sem kveða á um þetta, mér finnst þau ákvæði vernda þá hópa sem þau tiltaka, nægilega fyrir slíku.“

Hann segir að hætta sé á að gengið verði lengra, fái tillagan brautargengi og að gagnrýni á stjórnvöld og verk þeirra gæti þannig verið talin hatursorðræða. það sé verulega hættuleg þróun. Með þessu sé verið að þrengja að tjáningarfrelsi manna.

„ég væri nú örugglega margdæmdur maður ef þetta væri í gildi núna af því ég hef lagt það fyrir mig að gagnrýna meðferð á ríkisvaldi, einkum dómstólanna og þess háttar“ segir Jón.

Ofstæki í gangi

Hann segir að þegar slík mál beri á góma virðist grípa um sig einhvers konar ofstæki og þá keppist allir við að sýna hvað þeir séu góðir byrja að hafa hátt gagnvart þeim sem eiga að hafa sagt eitthvað sem ekki þyki viðeigandi, þá sé ráðist að viðkomandi úr öllum áttum og heimta að viðkomadi verði dreginn fyrir dóm.

„við eigum að láta af þessari háttsemi og virða frelsi annara manna til þess að hafa skoðanir og ef þeir brjóta gagnvart hegningarlögum þá bera þeir auðvitað bara ábyrgð á því“segir Jón

Hlusta má á viðtalið við Jón Steinar í þættinum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila