Tilvitnun í samfélagsmiðla sem heimild er ávísun á falsfréttir

Það að vitna til heimilda sem fengnar eru af samfélagsmiðlum er í raun ávísun á að fréttamenn flytji falsfréttir og jafnvel án þess að ætla sér það því samfélagsmiðlar eins og Facebook eru mjög veikar heimildir. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Þórarins Þórarinssonar blaðamanns í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugsonar.

Þórarinn segir að nú sé orðið mjög áberandi að fjölmiðlar vitni til samfélagsmiðla sem heimildar fyrir fréttunum sem þeir vinna. Þórarinn segir ljóst að upplýsingaóreiðan með tilkomu samfélagsmiðla sé gríðarleg og segir að á árum áður hafði fólki nú verið kennt að trúa ekki öllu sem stæði í blöðunum. Réttara væri í dag að fólk leggði áherslu á að trúa ekki öllu því sem það les á Facebook.

Erfitt að ná til ráðamanna við vinnnslu frétta

Heimildaöflun blaðamanna er ein þeirra grunnforsenda sem þarf til fréttaskrifa en í þættinum kom fram að það er alls ekki auðvelt að nálgast þær heimildir. Þórarinn segir að það sé til dæmis mikið vandamál þegar blaðamaður komist á snoðir um eitthvað mál og vilji kannski ræða við stjórnmálamenn til þess að ræða við þá um málið og leita efir staðreyndum, láti menn bara ekki ná í sig. Það sé vísað á aðstoðarmenn og aðstoðarmennirnir séu jafnvel sjálfir komnir með aðstoðarmenn sem þeir svo vísi á.

Ef menn svara ekki spurningum oft vísbending um slæman málstað

Þá sé það líka mjög þekkt að fyrirspurnum um mál eða beiðnum um gögn sé einfaldlega ekki svarað. Það segir Þórarinn að beri vott um það að menn viti upp á sig skömmina og hafi eitthvað að fela. Þegar menn svara ekki fyrirspurnum getur það þýtt að frétt verði ekki eins nákvæm og sönn og hún gæti orðið ef menn létu ná í sig.

Mest lesnu fréttirnar oft smelluveiðar

Þá var í þættinum rætt um neyslumynstur almennings á fréttum og dæmi nefnt um að fréttir af frægu fólki, skilnuðum og aðrir slíkir skandalar eru oft þær fréttir séu mest lesnu fréttirnar. Þórarinn segir það einfalda staðreynd að nú séu menn farnir að eltast mjög við smelli á fréttunum sem þeir skrifa og þessar fréttir af frægu fólki eru sem oft eru mest lesnu fréttirnar séu í raun afurð smelluveiðanna. Þessar fréttir væru einfaldlega ekki skrifaðar ef þær væru ekki mikið lesnar.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila