Tveir mótmælendur hafa klifrað upp í möstur þeirra hvalbáta sem áttu að leggja úr höfn í dag til veiða. Búast má fastlega við að tilgangur þess að mótmælendurnir tveir klifruðu upp í mastrið sé til þess að reyna að freista þess að koma í veg fyrir að bátarnir geti haldið á veiðar eins og til stóð.
Lögreglan ásamt sérsveitarmönnum er á staðnum og hefur rætt við mótmælendurna en þeir hafa enn ekki verið fjarlægðir úr möstrum skipanna.
Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu en fréttin verður uppfærð eftir því sem málinu vindur fram.
Uppfært: 20:10 : Maður á litlum bát hefur tekið sér stöðu rétt við hvalbátana þar sem hann heldur á skilti með skilaboðum til mótmælendanna sem enn eru uppi í möstrunum á Hval 8 og Hval 9. Á skiltinu hefur maðurinn skrifað þau skilaboð að mótmælendurnir ættu að skammast sín og koma sér heim.
Uppfært 15:50 : Lögregla hefur rætt við mótmælendurna tvo öðru sinni en ekki hefur verið gefið upp hvað þeim fór á milli. Lögregla heldur enn að sér höndum.
Uppfært 14:10 : Lögregla undir býr nú aðgerðir til þess að fjarlægja mótmælendurna úr mastrinu en hópur lögreglumanna eru komnir um borð í hvalbátana.
Uppfært 12:00 : Pattstaða virðist uppi. Mótmælendurnir sem hafa hlekkjað sig uppi í möstrunum hafa frætt við lögreglu og neitað að yfirgefa möstrin. Lögregla hefur ekki aðhafst neitt enn sem komið er.