Twitter í herferð gegn netníðingum

netnidiTwitter mun á næstunni kynna nýtt verkfæri fyrir notendur Twitter sem ætlað er að koma í veg fyrir persónuárásir og netníð gagnvart einstaklingum. Stjórnendur Twitter hafa fengið nóg af þeim rógi og níði sem sumir einstaklingar fara fram með gagnvart öðrum einstaklingum og ætla því að setja upp verkfærið sem mun sía netníð frá eðlilegum samræðum. Þá verður notendum gert kleift að loka á aðra notendur, sem og færslur frá ákveðnum notendum sem eru uppvísir af níði gagnvart öðrum á Twitter.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila