Úfærsla á sóttvarnarreglum sem taka gildi á morgun – Skólar gæti þess að hópar blandist ekki

Útfærsla á hertum sóttvarnarreglum sem taka gildi á morgun, þriðjudag hefur verið birt á vef Heilbrigðisráðuneytisins. Meðal annars er þar lögð áhersla á að áfram gæti fólk að því að halda fjarlægðarmörkum og þá er áherslum einnig beint sérstaklega að íþrótta og æskulýðsstarfi, sem og skólastarfi, en meðal annars eiga skólar að gæta þess að hópar inna skólana blandist ekki. Hér að neðan má sjá þær helstu breytingar frá síðustu fyrirmælum sóttvarnayfirvalda.

Íþróttir og keppnir utan höfuðborgarsvæðisins:

  • Þrátt fyrir 2 metra nálægðartakmörkeru snertingar heimilar milli íþróttafólks á æfingum og í keppnum á vegum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), en virða skal 2 metra regluna í búningsklefum og á öðrum svæðum utan keppni og æfinga. Þrátt fyrir 20 manna fjöldatakmörk er allt að 50 einstaklingum heimilt að koma saman á æfingum og í keppnum á vegum ÍSÍ. Óheimilt er að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum.
  • Íþrótta og heilsuræktarstarfsemi: Heimilt er með skilyrðum að standa fyrir og stunda íþrótta- og heilsuræktarstarfsemi ef um er að ræða skipulagða hóptíma þar sem allir þátttakendur eru skráðir. Við þessar aðstæður er skylt að virða 2 metra regluna, þátttakendur mega ekki skiptast á búnaði meðan á tíma stendur og allur búnaður skal sótthreinsaður á milli tíma. Sameiginleg notkun á búnaði sem er gólf- loft- eða veggfastur, s.s. á heilsuræktarstöðvum, er óheimil.

Höfuðborgarsvæðið

  • Íþrótta og heilsuræktarstarfsemi: Heimilt er með skilyrðum að standa fyrir og stunda íþrótta- og heilsuræktarstarfsemi ef um er að ræða skipulagða hóptíma þar sem allir þátttakendur eru skráðir. Við þessar aðstæður er skylt að virða 2 metra regluna, þátttakendur mega ekki skiptast á búnaði meðan á tíma stendur og allur búnaður skal sótthreinsaður á milli tíma. Sameiginleg notkun á búnaði sem er gólf- loft- eða veggfastur, s.s. á heilsuræktarstöðvum, er óheimil.
  • Heimildir fyrir íþróttastarfi, æfingum og keppnum á vegum ÍSÍ gilda ekki á höfuðborgarsvæðinu.
  • Íþrótta- æskulýðs- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri, þar með talið skólasund, sem krefst meiri snertingar og frekari blöndunar hópa en í skólastarfi, er óheimilt á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. í Reykjavík, á Seltjarnarnesi, í Mosfellsbæ, Kjósarhreppi, Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi.
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila