Umsagnarfrestur að renna út vegna frumvarps til laga um breytingar á skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða

Umsagnarfrestur vegna frumvarps til laga um breytingar á skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða rennur út í dag en málið hefur legið í samráðsgátt stjórnvalda.

Í frumvarpinu eru lagðar til viðbætur við sem tekur til fjárfestingaheimilda og fjárfestingastefnu séreignarsparnaðar. Aðallega er um að ræða tillögur um að vörsluaðilum séreignarsparnaðar verði heimilt að verða við beiðni rétthafa um að iðgjöldum hans til séreignarsparnaðar verði í heild eða að hluta varið til að fjárfesta í tilteknum verðbréfasjóðum (UCITS-sjóðum), sérhæfðum sjóðum og/eða peningamarkssjóðum sem rétthafi velur sjálfur.

Lagt er til að um heimildarákvæði til handa vörsluaðila sé að ræða. Því er ekki lögð skylda á vörsluaðila að verða við slíkri beiðni rétthafa bjóði hann ekki upp á slíka fjárfestingarleið. Verði tillagan að lögum tekur hún til framtíðar iðgjalda rétthafa og þegar uppsafnaðs sparnaðar hans að heild eða hluta, sé það vilji rétthafa.

Þá er í frumvarpinu lagt til að gert verði að skilyrði að hlutir eða hlutdeildarskírteini í þeim sjóðum sem tillagan tekur til séu innleysanleg á hverju tíma velji rétthafi t.a.m. að gera breytingar á fjárfestingum sínum innan fjárfestingarleiðarinnar, skipta um fjárfestingarleið eða að færa sig á milli vörsluaðila. Einnig er í frumvarpinu lagt til að kveðið verði sérstaklega á um til hvaða iðgjalds til séreignar heimildin tekur.

Eins og fyrr segir rennur umsagnarfrestur út í dag en hægt er að kynna sér frumvarpið nánar með því að smella hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila