Umsagnarfrestur um inngildingarvæðingu menntakerfisins að renna út

Umsagnarfrestur um frumvarp Ásmundar Einars Daðason mennta og barnamálaráðherra um inngildingu í menntakerfinu rennur út á morgun, þriðjudag.

Í frumvarpinu er kveðið á um að í leik-, grunn- og framhaldsskólum og frístundastarfi skuli fara fram inngildandi menntun og um rétt barna og ungmenna til þess. Inngildandi menntun felur m.a. í sér heildstætt skipulag kennslu, starfshátta og stuðningsúrræða í skóla- og frístundastarfi, eftir eðli og umfangi þarfa hvers barns og ungmennis. Það byggir á þverfaglegri teymisvinnu, markvissu símati og hagnýtingu gagna til að auka skilvirkni, efla gæði starfs og styðja við farsæla skólagöngu allra barna og ungmenna. Gert er ráð fyrir að inntak inngildandi menntunar verði útfært nánar í reglugerð.

Þá er í frumvarpinu lagt til að kveða á um rétt barna og ungmenna til inngildandi menntunar, þ. á m. um rétt barna, ungmenna og foreldra til að óska eftir því að þörfum barns og ungmennis sé mætt og í hvaða farveg beina skal slíkum beiðnum. Frumvarpið gerir einnig ráð fyrir því nýmæli að gera áætlun um inngildandi menntun fyrir börn og ungmenni þegar þörf er á.

Með frumvarpinu er einnig lagt til að útfæra, samræma og lögbinda þjónustu við inngildandi menntun í skóla- og frístundastarfi með það að markmiði að efla stuðning við börn og ungmenni, foreldra og starfsfólk skóla og frístundastarfs. Meginefni frumvarpsins snýr að skipulagi og verkefnum þjónustu við inngildandi menntun en þar á meðal er mikil áhersla á samstarf og samþættingu.

Skoða má frumvarpið með því að smella hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila