Undirbúningur að stofnun lýðháskóla hafin á Flateyri

Frá Flateyri.

Frá Flateyri.

Í gær hófst formlegur undirbúningur að stofnun lýðháskóla á Flateyri með stofnfundi um félags um lýðháskóla á Flateyri. Í lýðháskólum er mikil áhersla lögð á mannrækt og einstaklingssniðið nám í þeim tilgangi að auka færni nemenda í að aðlagast námsefninu. Forsvarsmenn Félags um stofnun lýðháskóla á Flateyri segja að þeir hafi fengið afar jákvæð viðbrögð við verkefninu og að nú séu um þrjátíu sjálfboðaliðar sem koma að undirbúningnum með einum eða öðrum hætti. Stefnan er að bjóða upp á 3-4 brautir innan skólans en þær fela meðal annars í sér nám á sviði fjallamennsku kvikmyndagerð, tónlist og umhverfisfræði.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila