Undirheimarnir á Íslandi eru mjög grimmir

Kristján Hölluson kvikmyndagerðarmaður

Undirheimarnir á Íslandi eru mjög grimmir og ekkert saklausari en undirheimarnir erlendis. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Kristjáns Höllusonar kvikmyndagerðarmanns í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag.

Kristján sem átti sjálfur við fíkniefnavanda að stríða um árabil lýsti í þættinum reynslu sinni af undirheimunum

þar þrífst gríðarlega mikið og ljótt ofbeldi og þeir sem eru að selja eru allir að berjast við að komast ofarlega í pýramídann með því að fá efni ofar í pýramídanum jafnvel út á krít og láta síðan þá sem neðar eru skulda sér og græða þar með fúlgur fjár á öllu saman, og ef menn ekki borga hefst mjög markvisst andlegt ofbeldi og hótanir og þá borga flestir skuldina, en þar með er viðkomandi ekkert endilega laus því menn komast á bragðið og salarnir halda stundum áfram að kúga fé úr þeim sem skuldaði„.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila