Undirskriftarsöfnun hafin gegn farsóttarsáttmála WHO

Mannréttindasamtökin Mín leið, Mitt val, hafa komið af stað undirskrifarsöfnun vegna fyrirhugaðrar samþykktar Íslands á sérstökum farsóttarsáttmála Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO. Ef Ísland samþykkir aðild að sáttmálanum mun það þýða að WHO fái alræðisvald hér á landi, ekki eingöngu í farsóttarmálum heldur á öðrum sviðum líka. Þetta kom fram í máli Kristínar Þormar og Leifs Árnasonar frá mannréttindasamtökunum Mín leið-Mitt val í viðtali við Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra í dag.

Samtökin Mín leið Mitt val. eru mannréttindasamtök sem vinna að hvers konar mannréttindamálum, heilsufrelsi, virðingu fyrir sjálfræði einstaklinga yfir eigin líkama.

Samtökin leggja áherslu á að tryggja ferðafrelsi án takmarkana og varna því að hér á landi verði komið á einræði undir því yfirskyni að verið sé að vernda heilsu fólks. Jafnframt að vinna að því að opinber stjórnsýsla og eftirlitsaðilar fari eftir lögum og reglugerðum, hvað varðar upplýsingagjöf og réttindi einstaklinga.

Einmitt þess vegna eru nú samtökin að berjast gegn því að Ísland samþykki farsóttarsáttmálann. Lesa má drög sáttmálans með því að smella hér.

Nefna þau nokkur atriði um það hvers vegna Íslands ætti ekki að samþykkja sáttmálann.
Punktarnir eru eftirfarandi ásamt vísunum í hvar þá er að finna í sáttmálanum:

  1. Virðing fyrir reisn, mannréttindum og grundvallarfrelsi fellur brott: „Virðing fyrir virðingu, mannréttindum og grundvallarfrelsi fólks“ er tekin út úr IHR og í stað þeirra koma hugtök sem erfitt er að túlka eins og „jafnrétti, samhengi, án aðgreiningar“. (3. gr. – bls. 3).
  2. Þvinguð lyfjameðferð: WHO fær heimild til að krefjast læknisskoðunar, fyrirskipa bólusetningar, sóttkví, lokanir, læknismeðferð og önnur inngrip. (18. gr. bls. 16-17).
  3. Innleiða ritskoðun: WHO fær umboð til að ritskoða og banna að eigin geðþótta það sem WH0 telur vera ófullngjandi upplýsingar. (Viðauki 1, bls. 36).
  4. Fullveldi Íslands er vert að vettugi: Kreppunefnd innan WHO fær heimild til að ógilda ákvarðanir fullvalda þjóða um heilbrigðisráðstafanir og þess í stað eru ákvarðanir kreppunefndar gerðar bindandi. (43. gr. – bls. 21-22).
  5. Breyting úr ráðgefandi yfir í bindandi: Almennt eðli WHO breytist úr því að vera ráðgefandi stofnun sem gefur ráðleggingar, yfir í stjórnunarstofnun þar sem yfirlýsingar hennar verða lagalega bindandi. (1. gr. og 42. gr. bls. 22).
  6. Möguleg frekar en raunveruleg neyðartilvik: Umfang IHR er stórlega stækkað til að fela í sér aðstæður sem hafa aðeins „möguleika til að hafa áhrif á lýðheilsu“. Það sem getur talist hafa áhrif á lýðheilsu getur verið svið eins og loftslag, dýr og heilsu. Hvað teljist „hugsanlegt neyðarástand“ er skilgreint af IHR og er ekki hægt að deila um það. Til að ákvarða hvort slíkt neyðarástand sé fyrir hendi þarf IHR víðtækt eftirlit og skýrslugjöf. (2. gr. – bls. 2 og 3).
  7. Áætlunarhagkerfi er kynnt: framkvæmdastjóri WHO hefur vald til að lýsa einróma yfir „hugsanlega neyðartilvikum“ og fær stjórn á framleiðslutækjum landsins. Með „dreifingaráætlun fyrir heilsuvörur“ verða ákveðin ríki tilnefnd til að útvega heimsfaraldursvörn samkvæmt fyrirmælum WHO. (13. grein A – bls. 12-14)
  8. Alþjóðlegt heilbrigðisvottorð: WHO hefur umboð til að koma á fót kerfi alþjóðlegra heilbrigðisvottorðs á stafrænu eða pappírsformi, þar á meðal prófskírteini, bóluefnisvottorð, fyrirbyggjandi vottorð, endurheimtarvottorð, eyðublöð fyrir staðsetningu farþega og heilsuyfirlýsingu ferðalanga. (18., 23., 24., 27., 28., 31., 35., 36. og 44. gr. og 6. og 8. viðaukar – bls. 16 – 20 og bls. 22 – 24).
  9. Hugsanlega gríðarlegur fjármagnskostnaður: Aðildarlönd, þar á meðal Ísland, munu þurfa að greiða umtalsverðan hluta af heilbrigðisáætlun þjóðarinnar til WHO með algjöru friðhelgi fyrir hugsanlegum skaðabótakröfum. (44. gr. A – bls. 25).
  10. Alþjóðleg samstarfsskylda: Íslendingum og öllum aðildarþjóðum verður skylt að byggja upp, útvega og viðhalda innviðum til að uppfylla mannréttindalög við landamærastöðvar sínar. (Viðauki 10 – Bls. 50 – 51)

Mikil þöggun um málið

Arnþrúður vakti athygli á því í þættinum að frumvarp um breytingar á sóttvarnarlögum væru fyrirliggjandi á Alþingi og sömuleiðis frumvarp um innleiðingu á Bókun 35, ásamt tillögu forsætisráðherra um hatursorðrðu sem héldist í hendur við yfirtöku WHO á farsóttarmálum á hér á landi.

Kristín og Leifur segjast hafa af því miklar áhyggjur að almenningur virðist lítið vita af því sem stendur til og kemur það helst til af því mikil þöggun hafi ríkt um málið hér á landi, til að mynda hafi stóru miðlarnir meðal annars RÚV ekkert fjallað um málið.

Þau benda á að valdsvið WHO verði með þessari breytingu mun viðameira en nú er og ekki eingöngu vegna heilbrigðismála. Stofnunin gæti til að mynda lokað fólk inni vegna hnattrænnar hlýnunar ef henni sýnist svo eða jafnvel vegna vægrar lítilfjörlegrar haustflensu. Þá getur stofnunin beitt ritskoðun og flokkað til dæmis skrif gegn bólusetningum sem hatursáróður.

Samtökin Mín leið Mitt val, telja mjög mikilvægt að íslenska þjóðin verði upplýst um hvað hér sé verið að gera. Mikið sé í húfí varðandi framsal valds til erlendrar stofnunar. Hvetja samtökin fólk til að mótmæla þessum áformum með því að skrifa undir undirskriftarlista sem samtökin hafi sett af stað. Sjá mittval.is

„við erum með þessu að reyna að kynna fyrir fólki hvað sé í húfi fyrir okkur öll og mótmæla þessu og segja skýrt að þetta er eitthvað sem við kærum okkur ekki um“segir Kristín.

Smelltu hér til þess að skrifa undir undirskriftarlistann.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila