Unglist – listahátíð unga fólksins haldin í 32 sinn

Unglist, listahátíð ungs fólks fer fram dagana 4. – 11. nóvember. Hátíðin er nú haldin í 32. sinn og er vettvangur fyrir ungt og upprennandi listafólk á aldrinum 16- 25 ára.

Í tilkynningu segir að á hátíðinni sé afar fjölbreytt dagskrá þar sem unga fólkið fær tækifæri til að láta ljós sitt skína. Skáldskapur og myndsköpun fá að flæða frjálst í takti við tónlistarveislur, óheftan dans og lifandi leiklist.

Dansinn dunar, hljóðfæri eru þanin, leikarar etja kappi í spuna, fyrirsætur spranga um tískupalla og óheft myndsköpun og skáldskapur eiga sinn fasta sess á hátíðinni. 

Markmið Unglistar eru:

  •  Að endurspegla menningu ungs fólks.
  •  Að veita ungu fólki tækifæri á að koma listsköpun sinni á framfæri.
  •  Að efla ungt fólk til frumkvæðis og sköpunar, með áherslu á virka og lýðræðislega  þátttöku, reynslunám og áhrif á sviði menninga og lista.
  •  Að skapa ungu fólki vettvang fyrir framkvæmd viðburða frá hugmynd til framkvæmdar.
  •  Að veita samfélaginu auðveldan aðgang að listsköpun ungs fólk.

Sjá nánar með því að smella hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila