Upprifjun: Þegar Inga Sæland gagnrýndi Katrínu Jakobsdóttur vegna afstöðu hennar til fóstureyðinga

Undanfarna daga hefur sú afstaða Katrínar Jakobsdóttur um að leyfa ætti fóstureyðingar fram að fæðingu verið mikið til umræðu í samfélaginu. Óhætt er að segja að líkt og þegar málið var til umræðu á Alþingi að afstaða Katrínar veki hörð viðbrögð.

Inga Sæland ræddi málið á Alþingi á sínum tíma og þar gagnrýndi hún Katrínu harðlega fyrir það að henni fyndist það í góðu lagi að framkvæma fóstureyðingu fram að fæðingu. Benti Inga meðal annars í ræðum sínum varðandi málið að barn í móðurkviði væri varnarlaust gagnvart því fólki sem hefði slíka afstöðu og spurði Inga hver ætlaði að verja rétt þeirra barna sem ekki gætu varið sig. Inga sagði að einmitt þess vegna kæmi hún upp í pontu Alþingis, til þess að verja rétt hinna ófæddu barna sem Katrínu fyndist í lagi að deyða jafnvel degi fyrir fæðingu.

Smella má hér til þess að horfa á þær umræður sem fram fór á þingi á sínum tíma.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila