Úrræðin sem voru í boði fyrir fólk í skuldavanda var aðeins plástur á svöðusár

Ásta Lóa Þórsdóttir og Guðmundur Ásgeirsson.

Þau úrræði sem í boði voru fyrir almenning í skuldavanda eftir bankahruni voru aðeins plástur á svöðusár. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ástu Lóu Þórsdóttur formanns Hagsmunasamtaka heimilanna og Guðmundar Ásgeirssonar erindreka samtakanna í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag. Benda þau á að þetta hafi verið bjarnargreiði þar sem fólk var í raun verr sett á eftir enda stóð fólk uppi eftir með ekkert í höndunum til þess að byggja sig upp á ný, þau benda á að til þess að bæta stöðu fólks í dag þurfi að fara róttækari leiðir. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila