Utanríkisnefnd Alþingis ekki látin vita um kjarnorkuþoturnar B-2 á Keflavíkurflugvelli

Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður Sjálfstæðisflokkinn og nefndarmaður í utanríkismálanefnd Alþingis var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í dag og sagði að utanríkismálanefnd hefði ekki verið kölluð saman til þess að fá upplýsingar um kjarnorkuvopnaflaugarnar B2 sem nú eru vistaðar á Keflavíkurflugvelli. Þoturnar eru sagðar vera öflugust herþotur heims og tekur hver flaug 16 kjarnorkusprengjur.

Aðspurð um hvort eitthvað eftirlit sé haft með því að þoturnar beri ekki kjarnorkusprengjur á meðan þær séu hér á landi segir Diljá Mist:

„við erum auðvitað með samkomulag um að svo sé ekki og auðvitað treystum við því að svo sé. Þetta eru auðvitað vinir okkar, bandamenn og samstarfsþjóðir sem þarna eiga í hlut svo auðvitað treystum við því en hvort við séum með eftirlit með því þá er mér ekki kunnugt um það“ segir Diljá Mist.

Hún segir mikilvægt að hér á landi séu öflugar varnir.

“ auðvitað hafa verið aukin umsvif til samræmis við þær ógnir sem steðja að okkur hverju sinni og við funduðum um það í vetur og það var fjallað sérstaklega um það í fjölmiðlum síðastliðinn vetur þegar við tókum á móti kjarnorkuknúnum kafbátum. Umsvifin á Keflavíkurflugvelli hafa auðvitað breyst í samræmi við breytt öryggisástand “ segir Diljá Mist.

Diljá Mist segist ekki hafa áhyggjur af því að Bandaríkjamenn séu umsvifamiklir í varnarmálunum hér á landi en hún hafi mun meiri áhyggjur af Rússunum sem séu með kafbáta hér út um allt. Hún segist vera andvíg því sjónarmiði félaga sinna í Vinstri Grænum að það sé hægt að afvopnast og halda sér til hlés.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila