Útvarp Saga kærir samkeppnisbrot til ESA vegna RÚV – Brot á tjáningarfrelsi

Útvarp Saga hefur sent kæru til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, vegna brota á
samkeppnisreglum EES samningsins. Íslensk stjórnvöld heimila RÚV að starfa á
auglýsingamarkaði jafnframt því að ríkisfjölmiðillinn fær lögbundnar greiðslur á fjárlögum,
sem eru fjármagnaðar og lögbundnar í formi nefskatts. Forréttindastaða RÚV hindrar
eðlilega samkeppni á fjölmiðlamarkaði.

Útvarp Saga vill ekki búa lengur við þessi ólögmætu samkeppnisskilyrði á útvarpsmarkaði,
þar sem réttmætar samkeppnisreglur eru hafðar að engu.

RÚV starfar eins og einkarekinn fjölmiðill á markaði í eigu ríkisins með lögbundnar tekjur frá
skattgreiðendum og fjármagnar sig á sama tíma með auglýsingatekjum.
Telur Útvarp Saga að hér sé um að ræða brot á ákvæðum EES samningsins um samkeppni,
sem eiga að tryggja að ekki sé komið í veg fyrir samkeppni, hún sé takmörkuð eða henni
raskað. Erfitt sé reka frjálsa fjölmiðla við þessar aðstæður þar sem valdhafar mismuni
fjölmiðlum með þessum hætti.

Útvarp Saga hefur sent fyrirspurn til Lilju Alfreðsdóttur menningar – og viðskiptaráðherra og
óskað ítrekað eftir svörum þess efnis hvaða lagaheimildir séu til staðar sem heimili RUV að
vera á auglýsingamarkaði jafnframt því að hafa lögbundnar tekjur frá skattgreiðendum í formi
nefskatts en ráðherrann hafi engu svarað s.l. 3 mánuði.

Einnig spurði Útvarp Saga ráðherrann hvort RÚV væri á auglýsingamarkaði á grundavelli
undanþágu frá samkeppnisreglum EES samningsins en ráðherrann hefur heldur ekki viljað
svara því. Vegna lagaóvissu og mismunum á markaði leitar Útvarp Saga nú til ESA,
Eftirlitsstofnunar EFTA í þeirri von að stofnunin láti málið til sín taka.

Jafnframt kemur fram að Útvarp Saga telur að á starfsfólki Útvarps Sögu sé brotið
tjáningarfrelsi skv. 10.gr. mannréttindasáttmála Evrópusambandsins sem hefur verið
lögleiddur inn í íslenskan landsrétt.


Reykjavík 13. desember 2022
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri, owner and broadcast director Master of Business law MBL

Fylgiskjöl: Tölvupóstur til Lilju Alfreðsdóttur Menningar- og viðskiptaráðherra

Til: Menningar-og viðskiptaráðuneytis

Til þess er málið varðar.

Efni: Heimild RUV til að vera á auglýsingamarkaði og undanþága

Undirrituð, eigandi Útvarps Sögu leitar eftir upplýsingum menningarmálaráðuneytisins  vegna hindrana í samkeppni á fjölmiðlamarkaði. Óskað er eftir svörum við eftirfarandi spurningum:

1. Hvaða lagaheimild liggur til grundvallar sem heimildar RUV að vera á auglýsingamarkaði ásamt því að hafa lögbundnar tekjur í formi nefskatts í samkeppni við einkarekna fjölmiðla? Óskað er eftir tilvísun í lagaheimild.

2. Hefur verið sótt um undanþágu fyrir RUV til ESA vegna sama máls og leitað eftir undanþágu frá samkeppnisreglum EES samningsins? Ef svo er, hefur slík heimild fengist og þá hvenær og til hversu langs tíma?

Virðingafyllst,

Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarps Sögu ehf.

Kæra Útvarps Sögu til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA

Smelltu hér til þess að skoða kæruna

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila