Vantrauststillaga gagnvart dómsmálaráðherra felld

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra varðist vantrausti þegar vantrauststillaga Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins var felld á Alþingi nú fyrir stundu. Atkvæði fóru þannig að 35 þingmenn sögðu nei við tillögunni 22 samþykktu tillöguna en Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins ákvað að sitja hjá og greiddi ekki atkvæði.

Tillagan var lögð fram í kjölfar þess að þingmenn minnihlutans töldu Jón hafa brotið þingskaparlög en minnihlutinn heldur því fram að Jón hafi bannað útlendingastofnun að afhenda þinginu gögn sem innihéldu upplýsingar í tengslum við veitingu ríkisborgararéttar.

Stjórnarliðar stigu í pontu og sögðu málið byggja á að beðið hafði verið um gögn sem ekki hefðu legið fyrir og ekki hefðu verið til og sagði Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og aðstoðarmaður Jóns að eðli málsins samkvæmt gæti þingið ekki átt rétt á að kalla eftir gögnum sem ekki væru til.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila