Vantrauststillagan gegn ríkisstjórninni felld á Alþingi

Vantrauststillaga Flokks fólksins og Pírata á hendur ríkisstjórninni var felld á Alþingi rétt í þessu. Tillagan var felld með 35 atkvæðum gegn 25 .

Umræður um tillöguna hafa staðið yfir á Alþingi í allan dag og benti stjórnarandstaðan meðal annars á að nú sé verið að safna undirskriftum á Ísland.is þar sem rúmlega 41% þeirra sem skrifað hafa undir lista þar sem því er lýst yfir að Bjarna Benediktssyni njóti ekki trausts þeirra sem skrifi undir. En sá fjöldi telur um 20% allra þeirra sem greiddu atkvæði í síðustu kosningum.

Þá voru enn aðrir stjórnarandstöðuþingmenn sem lýstu því yfir í umræðunum að ríkisstjórnin kæmi engum málum í gegn og væri því verklaus. Stjórnarþingmenn lýstu margir hverjir því yfir að með vantrauststillögunni væri einunis verið að sóa tíma þingsins sem betur væri varið í annað en að ræða vantrauststillögur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila