Var vísað úr starfi í miðri kennslustund

Snorri Óskarsson.

Þegar Snorra Óskarssyni var sagt upp störfum sem kennari á Akureyri eins og frægt er orðið átti það sér stað þegar Snorri var í miðri kennslustund að kenna ungum nemendum sínum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Snorra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar. Snorri segir að það að hafa verið vísað úr starfi í miðri kennslustund hafa verið niðurlægjandi reynslu “ þetta var gert þarna beint fyrir framan börnin og mér var bara vísað úr húsi„,segir Snorri. Síðan uppsögnin átti sér stað eru liðin sex ár og er málinu ekki enn lokið enda hefur Akureyrarbær neitað ítrekað að borga Snorra bætur sem bæjarfélagið var dæmt til þess að greiða honum vegna ólögmætrar uppsagnar. Hlusta má á viðtalið við Snorra í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila