Varað við hættulegum sviptivindum

Veðurstofan varar við hættulegum sviptivindum í dag á Snæfellsnesi, Vestfjörðum og ekki síst á Norðurlandi. Í athugasemd veðurfræðings kemur fram að í þessum sviptivindum geti hviðurnar náð allt að 45 til 50 metrum á sekúndu og því varasamt að vera á ferðinni á þessum svæðum. Þá er bent á að auki séu vegir sums staðar flughálir sem gerir aðstæður enn varasamari en ella.

Horfur á landinu næsta sólarhringinn:

Sunnan 15-28 m/s, hvassast norðan- og norðvestantil. Talsverð rigning sunnan- og vestanlands, en annars skýjað með köflum. Dregur heldur úr vindi og úrkomu síðdegis. Hiti 5 til 11 stig, en kólnar vestantil í kvöld með slydduéljum.

Suðvestan 10-18 á morgun og víða él, einkum sunnan- og vestantil. Hiti um frostmark seinni partinn.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila