Vaxtahækkanir Seðlabankans eyðilögðu forsendur kjaraviðræðna

Vaxtahækkanir Seðlanbanka Íslands í vikunni eyðilögðu forsendur kjaraviðræðna VR við Samtök atvinnulífsins og því ekki forsendur fyrir áframhaldandi viðræðum að mati VR.

Í tilkynningu sem VR sendi frá sér í morgun segir meðal annars að Viðræður hafi verið að þokast í rétta átt síðustu daga en nú sé ljóst að for­send­ur fyr­ir áfram­hald­andi sam­tali eru brostn­ar. Ákvörðun Seðlabanka Íslands um að hækka stýri­vexti í 6%, hafi sett viðræður í upp­nám og til­boð SA um launa­hækk­an­ir hingað til standa eng­an veg­inn und­ir hækk­un­um verðlags og vaxta sem dunið hafa á launa­fólki í land­inu. Þá eru frek­ari hækk­an­ir nú fyr­ir­sjá­an­leg­ar að mati VR.

Þá segir að viðræðunefnd VR hafi ekki skynjað nokk­urn vilja hjá samn­inga­nefnd SA um að hækka sitt til­boð frá því sem boðið var þegar deil­unni var vísað til Rík­is­sátta­semj­ara og því eng­inn sjá­an­leg­ur til­gang­ur í því að halda viðræðum áfram að óbreyttu.

Yf­ir­lýs­ing um ár­ang­urs­leysi viðræðna fel­ur í sér að VR mun nú kynna ákvörðun­ina fyr­ir fé­lags­fólki og meta næstu skref. Sam­kvæmt lög­um ber rík­is­sátta­semj­ara að gera til­raun til að ná sátt­um ef ann­ar aðili ósk­ar þess eða sátta­semj­ari tel­ur það heppi­legt. Rík­is­sátta­semj­ara ber þó ætíð að leita sátta inn­an 14 sól­ar­hringa frá síðustu samn­inga­tilraun­um

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila