Veðurspá: Hvasst og kalt um helgina

Rok og kuldi munu vera helsta einkenni veðursins um þessa helgi. Um miðjan dag verður bálhvasst á Vestfjörðum eða um 20 metrar á sekúndu og það mun halda áfram að bæta í vind fram eftir degi. Draga mun þó úr veðrinu um stund allt þar til á morgun þegar búist er við allt að 25.metrum á sekúndu. Á höfuðborgarsvæðinu verður talsvert hvassviðri um helgina og á sunnudag mun snjóa nokkuð hressilega. Veðrið verður betra í öðrum landshlutum.

Höfuðborgarsvæðið

Sunnan 13-18 m/s og rigning, en suðvestan 13-18 og slydduél með morgninum. Hiti 1 til 5 stig í dag. Suðvestan hvassviðri eða stormur og slydda eða rigning um tíma í kvöld.

Suðvestan 13-20 og él á morgun, en lægir annað kvöld. Hiti nálægt frostmarki.

Faxaflói

Sunnan 10-18 og rigning eða súld. Suðvestan 13-20 á morgun, él og hiti 1 til 5 stig. Suðvestan 18-25 annað kvöld og rigning eða slydda um tíma.

Landið allt næstu daga

Á sunnudag:
Suðvestan 13-20 og él, en úrkomuminna A-lands. Kólnandi veður.

Á mánudag:
Minnkandi suðvestanátt og úrkomulítið. Frost 0 til 10 stig, kaldast NA-lands. Snýst í vaxandi suðaustanátt með slyddu eða snjókomu á S- og V-landi seint um kvöldið.

Á þriðjudag:
Hvöss suðvestlæg átt með rigningu og síðar slyddu eða snjókomu, hiti í kringum frostmark. Lægir og kólnar um kvöldið.

Á miðvikudag:
Austlæg átt og slydda eða snjókoma, en rigning um tíma syðst. Snýst í norðanátt og kólnar seinnipartinn.

Á fimmtudag:
Útlit fyrir umhleypingasamt veður áfram.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila