Veðurspá: Varað við miklu hvassviðri á landinu í dag

Varað er við miklu hvassviðri á landinu í dag og því ráð að gæta að lausamunum utan dyra. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi allt frá sunnanverðu Snæfellsnesi, á suðurlandi og allt að Austfjörðum. Gular viðvaranir eru í gildi á norðvesturlandi, norðurlandi og norðausturlandi. Mjög hvasst verður eða allt að 40 metrum í hviðum á suðaustur og austurlandi þar sem veðrið verður einna verst. Á höfuðborgarsvæðinu geta hviður náð allt að 28.metrum á sekúndu.

Höfuðborgarsvæðið

Vestan 20-28 um hádegi, hvassast vestast. Skúrir og síðar él og kólnar. Fer að draga úr vindi síðdegis, lægir í kvöld og styttir upp.
Hæg breytileg átt á morgun, stöku él og vægt frost.

Faxaflói

Vaxandi suðvestanátt, vestan 20-28 eftir hádegi, hvassast sunnantil. Skúrir og síðar él og kólnar. Lægir í kvöld. Fremur hæg breytileg átt á morgun, stöku él og frost 1 til 7 stig.

Landið allt næstu daga

Á fimmtudag:
Suðvestan 5-13 og él, en bjart að mestu A-lands. Hiti um og undir frostmarki. Sunnan 8-15 um kvöldið og hlýnar með rigningu eða slyddu sunnan- og vestanlands.

Á föstudag:
Sunnan 8-15 og víða slydda eða snjókoma, en snýst í suðvestan og vestan 10-18 með éljum um landið V-vert og styttir upp austantil eftir hádegi. Kólnar í veðri. Vaxandi norðvestanátt um kvöldið.

Á laugardag:
Hvöss norðvestanátt og él austantil fyrir hádegi, en síðan mun hægari og styttir upp. Vestlæg átt 5-13 vestantil á landinu og dálítil él. Frost 0 til 7 stig.

Á sunnudag:
Suðvestan og vestanátt með éljum, en lengst af þurrt A-lands. Frost 2 til 10 stig.

Á mánudag:
Norðlæg eða breytileg átt með éljum. Kalt í veðri.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila