Velta jókst í flestum atvinnugreinum

Velta samkvæmt virðisaukaskattskýrslum í nóvember til desember jókst í flestum atvinnugreinum samanborið við sömu mánuði árið 2021. Velta í framleiðslu málma dróst þó saman um 14% á milli tímabila en yfir árið í heild var velta í greininni 33% hærri árið 2022 en 2021. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar.

Þá kemur fram að viðsnúningur í ferðaþjónustu haldi áfram. Velta ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjenda var 61% meiri í nóvember-desember 2022 en í sömu mánuðum 2021 og 159% hærri árið 2022 en árið 2021. Í þessari grein var svo til engin velta á tímum kórónuveirufaraldursins, en velta árið 2022 var 22% hærri en árið 2019 sem er síðasta árið fyrir faraldurinn.

Velta eftir atvinnugreinum

Velta (í milljörðum króna) samkvæmt virðisaukaskattskýrslum

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila