Verðbólgan er að ræna tekjum og eignum fólks í ríkum mæli

Verðbólgan er að ræna sparifjáreigendur og fólki á launamarkaði tekjum og eignum í mjög ríkum mæli.  Seðlabankinn hefur fleiri leiðir en að hækka vexti til að takast á við efnahagsástandið. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ragnars Árnasonar prófessors emeritus og hagfræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Ragnar segir verðbólgutölur Seðlabankans í raun ekki gefa rétta mynd af raunverulegri verðbólgu dagsins í dag því 9,9% verðbólgan sé verðbólgan mæld á ársgrundvelli en á mánaðargrundvelli sé verðbólgan á milli 11 og tólf prósent. Þetta þýði að mati Ragnars að verðbólgan sé á uppleið og núna sé hún bæði hærri á Íslandi, samanborið við nágrannalöndin.  Verðbólgan á Íslandi er á uppleið á meðan hún fari lækkandi í  samanburðarlöndunum..

Hann segir að þegar  talað  væri um undirliggjandi verðbólgu, sem nú sé 7%, sem stafi ekki af neinum sérstökum ástæðum.

„þannig hefur þá Seðlabankinn frá verðhækkunum líklega dregið verðhækkanir á innflutningi vegna almennrar verðbólgu, sérstaklega á málmum og öðrum hráefnum erlendis í kjölfar Úkraínustríðsins og Covid að einhverju leyti og jafnvel þessar opinberu verðhækkanir sem urðu hér um áramót í þeirri von og trú að það gerist ekki aftur reglulega en hvernig hann fer nákvæmlega að því að reikna út undirliggjandi verðbólgu verður Seðlabankinn að útskýra sjálfur“ segir Ragnar.

Hann segir verðbólguna skiptast í nokkra hluta, það sé verðbólga vegna eftirspurnar innanlands, eftir vörum sem ekki hafi verið framleiddar, eða vegna innflutings á hrávöru, eða vegna náttúruhamfara. Svo er það verðbólgan sem er af völdum gjörða ríkisins, t,d með hækkun gjalda á sinni þjónustu eða þegar vextir Seðlabankans séu hækkaðir.

„þegar Seðlabankinn hækkar vexti og þegar bankar hækka vexti í framhaldinu þá er þetta kostnaður bæði fyrir heimili og fyrirtæki og hefur þess vegna tilhneigingu til þess að ganga út í verðlagið, þannig í upphafi og áður en þeir fara að virka og slá á eftirspurn þá valda þeir auknum kostnaði sem er sennilega fljótari að færa verðlagið upp heldur en þessi neikvæði áhrif vaxta á verðlag“ segir Ragnar.

Aðrar leiðir til varnar gegn verðbólgu

Ragnar segir að fyrir utan vaxtahækkanir og ýmsar fortölur, hafi Seðlabankinn aðrar og betri leiðir til þess að takast á við efnahagsástandið. Til dæmis geti Seðlabankinn gefið út opinber verðtryggð skuldabréf með sæmilega jákvæðum vöxtum sem séu gefin út af ríkinu eða Seðlabankanum og eru á nægilega góðum kjörum svo almenningur fjárfesti í þeim. Með þeim hætti er hægt að ná utan um þá umframeftirspurn upp á þá hundruð milljarða sem þarf að ná utan um út úr hagkerfinu og þar með draga úr þeim verðbólguþrýstingi sem felst í of mikilli eftirspurn. Þannig sé hægt að fjármagna hallann á opinberum rekstri auk þess sem að þessi leið myndi bjarga sparifé fólks sem núna sé fast í bönkunum og er að brenna upp í verðbólgunni.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila