„Verðum að halda utan um fjölskyldurnar í borginni“

Inga Sæland formaður Flokks fólksins.

Gera verður Reykjavík fjölskylduvænni með því að styðja við innviði velferðar og húsnæðiskerfis borgarinnar því fjölskyldur eru undirstaða og hjarta borgarinnar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ingu Sæland formanni Flokks fólksins í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Inga segir að núverandi meirihluti hafi ekki staðið sig gagnvart þeim íbúum borgarinnar og hafa tekið til dæmis hælisleitendur fram yfir þær fjölskyldur sem búið hafa í borginni fyrir þegar kemur að húsnæðismálum “ það er algjörlega síðasta sort að hér skuli jafnvel vera mæður sem þora ekki að leita til félagsþjónustunnar af því þeim er aðallega boðið að koma sér fyrir á gistiheimili og að börnum þeirra sé komið fyrir í fóstri„,segir Inga.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila